Fréttir

EM hjá U-18 karla. Ísland komst í lokakeppnina.

handbolti2020

Nú rétt í þessu var að ljúka síðasta leik Íslands í undankeppni EM, sem fram fór í Eksjö í Svíþjóð. Íslensku strákarnir mættu Grikkjum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi komast í lokakeppnina.



Íslensku strákarnir voru tilbúnir í slaginn og ætluðu sér greinilega að fara áfram. Vörnin var frábær og í sókninni keyrðu þeir hreinlega yfir Grikkina sem áttu engin svör og í hálfleik var staðan 22-9. Íslenska liðið hélt áfram af fullum krafti í seinni hálfleik og lokatölur urðu 38-25



Mörk Íslands skoruðu:



Ómar Magnússon 9

Birkir Benediktsson 6

Leonharð Harðarson 5

Hlynur Bjarnason 4

Egill Magnússon 3

Henrik Bjarnason 3

Hjalti Már Hjaltason 3

Þórarinn Traustason 2

Ragnar Kjartansson 1

Sigtryggur Rúnarsson 1

Þorgeir Davíðsson 1



Einar Baldvin Baldvinsson varði 10 skot og Grétar Ari Guðjónsson 4.



Glæsilegur árangur hjá hjá íslenska liðinu sem með þessu tryggði sér þátttökurétt í Úrslitakeppni EM sem fram fer í Póllandi í ágúst. Gaman verður að fylgjast með þessum efnilegu strákum í framtíðinni.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Elín Klara Þorkelsdóttir
A landslið kvenna
Hafdís Renötudóttir