Fréttir

Dómarar | Heimir og Sigurður dæma í Noregi

handbolti2020

Heimir Örn Árnason og Sigurður Þrastarson héldu til Noregs í morgun en þar dæma þeir tvo leiki um helgina.



Verkefni er hluti af samvinnuverkefni dómaranefnda á Norðurlöndunum og er hugsað til þess að dómarar geti safnað sér reynslu erlendis. Reikna má með því norskt dómarapar komi hingað síðar í vetur

Á laugardag dæma Heimir og Sigurður leik Drammen og Falk Horten í norsku úrvalsdeildinni (GRUNDIGligaen) og á sunnudag dæma þeir Haslum IL - Haugaland í 1. deild karla. 



Þess ber að geta að þetta er ekki sama Haslum lið og Valur spilað á móti í Evrópukeppni síðastliðna helgi.

Nýjustu fréttir

Aganefnd
Rautt spjald
Yngri landslið
Grænland.