Coca-Cola bikarinn Fréttir

Coca Cola bikarinn | Stjörnustúlkur eru bikarmeistarar 2017

handbolti2020

Stjarnan er Coca-Cola bikarmeistari kvenna eftir kaflaskiptan en bráðfjörugan leik gegn Fram í dag.

Frábær byrjun Stjörnunnar skilaði þeim 7 marka forystu eftir aðeins 11 mínútna leik en Fram náði þó að minnka muninn áður en liðin gengu til búningsherbergja, staðan í hálfleik 13-9.

Leikurinn jafnaðist en frekar í síðari hálfleik og þegar innan við 10 mínútur voru eftir jafnaði Fram leikinn. En á lokasprettinum var það Stjörnuliðið sem var sterkari, lokatölur 19-18.

Markaskorarar Stjörnunnar:


Helena Rut Örvarsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Elena Birgisdóttir 1. 

Markaskorarar Fram:

Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Marthe Sördal 1.

Við óskum Stjörnunni til hamingju!

Nýjustu fréttir

HSÍ
Handbolti fyrir alla
Aganefnd
Rautt spjald