Fréttir

Áskorendabikar EHF | Valur mætir Halden frá Noregi

handbolti2020

Í dag var dregið til 8 liða úrslita í Áskorendabikar karla í handbolta en Valur tryggði sér sæti þar með tveimur sigrum á Beykoz frá Tyrklandi um helgina.



Valsmenn drógust í dag gegn Halden frá Noregi en Hreiðar Levý Guðmundsson markmaður Vals spilaði með Halden 2016/2017.



Sigri Valsmenn Halden í 8 liða úrslitum mæta þeir annað hvort AEK frá Aþenu eða Potaissa Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna