Aganefnd Fréttir

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 6.2. '20

handbolti2020

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 6.2. '20



Úrskurður aganefndar 6. febrúar 2020



Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar:



1.
Sigurður Bragason starfsmaður ÍBV U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í mfl. kv. þann 2.2.2020. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 1. mgr. 3. gr. sömu reglugerðar var máli þessu frestað um sólarhring og félaginu gefið færi á því að koma á framfæri athugasemdum. Greinargerð hefur borist frá ÍBV vegna málsins þar sem komið var á framfæri athugasemdum og afsökunarbeiðni við dómara leiksins, vegna framgöngu þjálfarans. Með vísan til orða þjálfarans og háttsemi hans, sem beindist að báðum dómurum leiksins, ber að úrskurða hann í leikbann vegna brots sem að mati nefndarinnar er réttilega heimfært undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.



Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi fimmtudaginn 6. febrúar 2020.





Fleiri mál lágu ekki fyrir.



Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Arnar Þór Sæþórsson.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna