Aganefnd HSÍ | Úrskurður 26.03. '25
Róbert Geir Gíslason
Úrskurður aganefndar 26. mars 2025
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
Með úrskurði aganefndar dags. 25.03.2025 var Gróttu gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna málsins.
Greinargerð barst frá Gróttu. Hefur aganefnd farið yfir sjónarmið félagsins.
Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 1. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Leikbannið tekur gildi 27.03.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson