Aganefnd

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 20.11. '24

Róbert Geir Gíslason
rautt spjald

 

Úrskurður aganefndar 20. nóvember 2024

Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:

  1. Aganefnd barst erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna leikbrota Kára Kristjáns Kristjánssonar í leik ÍBV og Fram í Olís-deild karla, annars vegar og í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla hins vegar.

Með úrskurði aganefndar dags. 19.11.2024 komst aganefnd að þeirri niðurstöðu að leikmanninum verði ekki refsað vegna meints leikbrots í leik gegn fram. Hins vegar var ÍBV gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna leikbrots í leik gegn Haukum.

Greinargerð barst frá ÍBV. Hefur aganefnd farið yfir sjónarmið félagsins og framlögð myndbönd.

-Með vísan til þess að um var að ræða illkvittna aðgerð gegn óviðbúnum mótherja í skilningi reglu 8:6 b), er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Leikbönnin taka gildi 21.11.2024

Fleiri mál lágu ekki fyrir.

Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson

Nýjustu fréttir

Aganefnd
Rautt spjald
Yngri landslið
Grænland.