Aganefnd Fréttir

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 16.4. '18

handbolti2020

Úrskurður aganefndar mánudaginn 16.4. '18



Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:





1.
Sturla Ásgeirsson leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti í leik ÍR og ÍBV í mfl. ka. 15.4. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða        aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins.

 

2.
Elliði Snær Viðarsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik ÍR og ÍBV í mfl. ka. 15.4. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

 

3.
Halldór Logi Árnason leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik ÍR og ÍBV í mfl. ka. 15.4. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

 

4.
Þrándur Gíslason Roth leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍR og ÍBV í mfl. ka. 15.4. 2018. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5. Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki  skuli aðhafst frekar vegna málsins.  

 

5.
Ana Blagosevic leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Gróttu og HK í mfl. kv. 15.4. 2018. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann, m.a. að teknu tilliti til ítrekunaráhrifa.





Fleiri mál lágu ekki fyrir.



Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson.



Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi, þriðjudaginn 17. apríl 2018.

Nýjustu fréttir

Yngri landslið
U18 landslið karla
HSÍ
U20 ára landslið karla valið.