A landslið kvenna

A landslið kvenna | Slóvenar bíða í umspili

Magnús Jónsson

 

A landslið kvenna | Slóvenar bíða í umspili

Stelpurnar okkar mæta Slóvenum í umspili um laust sæti á HM á Spáni í desember.

Fyrri leikurinn fer fram í Slóveníu 16./17. apríl og sá síðari hér heima 20./21. apríl.

Liðin mættust í undankeppni EM í mars 2018, fyrri leikurinn í Laugardalshöll endaði með jafntefli 30-30 en Slóvenar unnu síðari leikinn ytra með 10 marka mun 28-18.

Dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg eftir hádegið í dag og má sjá dráttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Tyrkland - Rússland
Tékkland - Sviss
Slóvenía - Ísland
Slóvakía - Serbía
Úkraína - Svíþjóð
Austurríki - Pólland
Ungverjaland - Ítalía
Rúmenía - Norður-Makedónía
Portúgal - Þýskaland
Svartfjallaland - Hvíta-Rússland

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna