A landslið karla | Toppsætið tryggt eftir öruggan sigur í Bosníu
Íslenska landsliðið lék við Bosníu í gærkvöldi í 5. umferð undankeppni EM 2026. Leikið var ytra í Sarajevo.
Íslenska liðið þurfti stig annað hvort í gærkvöldi eða í seinasta leik riðilsins sem fer fram heima á sunnudaginn til að tryggja sér toppsæti riðilsins. Ljóst var að Íslenska liðið ætlaði að taka bæði stigin með heim og leiddu í hálfleik 13 – 18. Strákarnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu að lokum 9 marka sigur gegn sterku liði Bosníu, 25 – 34 og tryggðu sér þar með toppsæti riðilsins.
Markaskorarar Íslands voru eftirfarandi: Elvar Örn Jónsson 7 Bjarki Már Elísson 7 Ómar Ingi Magnússon 6 Þorsteinn Leó Gunnarsson 4 Viggó Kristjánsson 4 Janus Daði Smárason 3 Óðinn Þór Ríkharðsson 2 Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 bolta og Björgvin Páll Gústavsson 2 í marki Íslands.
Síðasti heimaleikur strákana á árinu verður í Höllinni á sunnudaginn þegar Georgía mætir í heimsókn. Búist er við fullri Laugardalshöll og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða og sjá strákana okkar í síðasta sinn fyrir stórmót! Sjáumst í Höllinni! Áfram Ísland! Nálgast má miða hér : https://stubb.is/hsi/tickets