Karlalandslið Íslands lék í dag gegn Norður Makedóníu í undakeppni EM 2020. 
                
                    
                
                Ísland byrjaði leikinn vel og eftir 20 mínútna leik var staðan 11 – 8 fyrir strákunum okkar. Makedónar komumst hægt og sígandi inn í leikinn og staðan í leikhlé var 17 – 17.
                
                    
                
                Jafnt var með liðunum allan síðari hálfleikinn og skiptust liðin á að leiða með einu marki. Leikurinn endaði 33 – 34 eftir að Björgvin Páll hafi varið vítakast Makedóna þegar 4 sekúndur voru eftir en Makedónar náðu frákastinu og tryggðu sér sigur í leiknum.
                
                    
                
                Mörk Íslands skoruðu Aron Pálmarsson 12, Arnór Þór Gunnarsson 7, Ólafur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 2 og Elvar Örn Jónsson 2 mörk.
                
                    
                
                Aron Rafn Eðvarðsson varði 7 skot og Björgvin Páll Gústafsson varði 6.
                
                    
                
                Strákarnir okkar halda svo til Makedóníu á föstudaginn og leika við heimamenn á sunnudaginn klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
                
 
  
