Fréttir

A landslið karla | Breytingar á 19 manna hópi vegna leikja við Svíþjóð

handbolti2020

Arnór Þór Gunnarsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem Guðmundur Þ. Guðmundsson valdi vegna tveggja leikja við Svíþjóð í lok október vegna meiðsla. Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur kallað Viggó Kristjánsson leikmann Leipzig inn í 19 manna hóp landsliðsins.



Landsliðið hittist í Reykjavík og æfir þar 21. - 23. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október kl. 17.00 í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október kl. 15:00 í Karlskrona. Athugið að þetta eru íslenskir tímar.


Nýjustu fréttir

A landslið karla
Snorri Steinn Guðjónsson
A landslið karla
A landlsið karla