HSÍ

A landslið karla | Alexander Petersson er farinn til síns heima af persónulegum ástæðum

Kjartan Ólafsson

 

Alexander Petersson hélt af stað heimleiðis eftir leik Íslands og Sviss í gærkvöldi af persónulegum ástæðum. Alexander hefur tekið þátt í öllum fjórum leikjum Íslands það sem af er HM í handbolta í Egyptalandi og skoraði hann samtals 7 mörk í leikjunum.

HSÍ vill þakka Alexander kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og samveruna frá því að landsliðið kom saman til æfinga 2. janúar síðastliðinn.

Nýjustu fréttir

HSÍ
Ómar Ingi Magnússon
Aganefnd
Rautt spjald