Uncategorized

A kvenna | Svekkjandi tap gegn Sviss

Kjartan Ólafsson

 

A kvenna | Svekkjandi tap gegn Sviss

Í kvöld fór fram fyrri vináttulandsleikur stelpanna okkar gegn Sviss en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst 29. nóvember nk. í Austurríki.

Heimakonur höfðu yfirhöndina snemma leiks og eftir 15 mínútna leik var staðan 10 - 4 Sviss í vil. Okkar stelpur komu sér jafnt og þétt betur inn í leikinn og með góðum varnarleik náðu þær að minnka muninn fyrir hálfleik í 18 - 16 Sviss í vil.

Síðari hálfleikur var stál í stál en þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum hafði Sviss forystu 30-27. Íslensku stelpurnar náðu góðu áhlaupi í lokin og náðu þær að minnka muninn í eitt mark þegar um mínúta lifði leiks.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu varnarlega nægði það ekki því lokaskot Theu sem endaði í markinu var of seint og eins mark tap niðurstaðan.

Markaskorarar Íslands:

Elín Klara Þorkelsdóttir - 6
Steinunn Björnsdóttir - 5
Perla Ruth Albertsdóttir - 4
Thea Imani Sturludóttir - 4
Andrea Jacobsen - 3
Þórey Rósa Stefánsdóttir - 2
Dana Björg Guðmundsdóttir - 1
Katrín Anna Ásmundsdóttir - 1

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 7 bolta og Hafdís Renötudóttir 2.

Lokaleikur okkar stúlkna fyrir EM er á sunnudaginn og leika þá þær síðari æfingarleik sinn við Sviss áður en þær halda til Austurríkis nk á þriðjudag.

Nýjustu fréttir

HSÍ Lógó
Aganefnd
Rautt spjald