A landslið kvenna

A kvenna | Flottur seinni hálfleikur skóp sigur í Færeyjum

Herbert Ingi Sigfússon

 

A kvenna | Flottur seinni hálfleikur skóp sigur í Færeyjum

Stelpurnar okkar léku í dag sinn annan leik í undankeppni EM 2024 gegn Færeyjum. Leikið var í Færeyjum en stelpurnar voru vel studdar af fjölda Íslendinga sem fylgdu liðinu út.

Íslenska liðið byrjaði vel í dag og komst fljótlega í góða stöðu 7-3. Þá tóku heimastúlkur við sér og breyttu stöðunni í 8-7 sér í vil. Jafnræði var með liðunum svo út hálfleikinn en í hálfleik var staðan 12 –11 Færeyjum í vil.

Stelpurnar okkar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og náðu frumkvæðinu á ný en þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20 – 16 Íslandi í vil. Í þetta skiptið hélt íslenska liðið út og unnu að lokum góðan og mikilvægan sigur 28 – 23.

Markaskorarar Íslands í dag voru:
Sandra Erlingsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Andrea Jacobsen 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 og Sunna Jónsdóttir 1.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði mark Íslands í dag og átti flottan dag en hún endaði með 14 varin skot.

Tveir sigrar í tveimur leikjum hjá stelpunum í þessari landsliðslotu. Næst kemur liðið saman 20. nóvember en þá hefst undirbúningur fyrir HM en fyrsti leikur liðsins þar er 30. nóvember við Slóveníu.

Nýjustu fréttir

Yngri landslið
HSÍ Lógó
Rautt spjald