Fréttir

8-liða úrslitum Olís deildar kvenna lokið

handbolti2020

Í kvöld lauk 8-liða úrslitum Olís deildar kvenna þegar Stjarnan og Grótta tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Í gær tryggðu Valur og ÍBV sér sæti í undanúrslitum.

Öllum viðureignum 8-liða úrslitanna lauk 2-0 en í undanúrslitum mætast Stjarnan og Grótta annars vegar og Valur og ÍBV hins vegar.



Undanúrslit kvenna hefjast 23.apríl nk. en hlé er á úrslitakeppninni vegna undankeppni HM hjá u-20 ára landsliði kvenna en undankeppnin fer fram hér á landi um páskana.



Leikjaplan undanúrslitanna verður gefið út á morgun, fimmtudag.

Nýjustu fréttir

A landslið kvenna
Arnar Pétursson
A landslið kvenna
A landslið kvenna