
Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum U-20 er mætt til Kolding í Danmörku þar sem þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramóti U-20 landsliða. Mótið fer fram í Kolding og Vamdrup og mun íslenska liðið spila sinn riðil í ARENA SYD höllinni í Vamdrup.