Hópurinn fyrir Pólland valinn

des21

Hópurinn fyrir Pólland valinn

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 manna landsliðshóp til undirbúnings fyrir EM 2016 sem fram fer í Póllandi.

Evrópumeistaramótið í handknattleik fer fram í Póllandi 15.-31. janúar n.k. og er þetta níunda EM í röð þar sem strákarnir okkar eru meðal þátttakenda. Íslenska liðið hefur tvisvar spilað til verðlauna á EM, 2004 í Svíþjóð þar sem liðið tapaði fyrir Dönum í leik um 3.sætið og 2010 í Austurríki það sem okkar menn unnu frækinn sigur á Pólverjum sem tryggði 3.sætið.

Undirbúningur íslenska liðsins hefst þriðjudaginn 29.desember með æfingatörn á höfuðborgarsvæðinu. Portúgalir koma hingað í heimsókn og spila tvo æfingaleiki 6. og 7. Janúar í Kaplakrika kl.19.30 og í framhaldi af því heldur íslenska liðið til Þýskalands. Þar verða settar upp æfingabúðir auk þess sem spilaðir verða tveir leikir við Þjóðverja sem lokaundirbúningur liðsins fyrir EM. Leikirnir verða 9. Janúar í Kassel og 10. janúar í Hannover og hefjast þeir báðir kl.14.00.

Strákarnir ferðast svo til Póllands 13. janúar þar sem alvaran tekur við.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, MKB Veszprém KC
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona
Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Tandri Konráðsson, Ricoh HK
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Þá hefur Aron Kristjánsson einnig valið 14 manna B landsliðs hóp leikmanna að utan og úr deildinni hér heima.

Liðið hefur æfingar milli jóla og nýárs og mun æfa þar til til og með 7.janúar. 

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Kristófer Fannar Guðmundsson, Fram
Stephen Nielsen, ÍBV

Aðrir leikmenn:
Adam Haukur Baumruk, Haukar
Arnar Freyr Arnarson, Fram
Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding
Árni Steinn Steinþórson, Sonderjyske
Böðvar Páll Ásgeirsson, Afturelding
Einar Rafn Eiðsson, FH
Geir Guðmundsson, Valur
Heimir Óli Heimisson, Haukar
Janus Daði Smárason, Haukar
Pétur Júníusson, Afturelding
Róbert Aron Hostert, Mors Thy Handball
Sigurbergur Sveinsson, Tvis Holstebro

Til baka