2. stig - Unglingaþjálfun

Á 2. stigi er unglingaþjálfun (2. - 5. flokkur) viðfangsefnið. Stigið miðar að því að byggja á grunn leikmanna úr yngstu flokkunum, bæta við sérþjálfun eftir leikstöðum og svo í framhaldinu einföldu leikskipulagi í vörn og sókn. Einnig er komið inn á líkamlega þjálfun unglinga.

Lágmarksaldur þjálfara til að byrja á 2. stigi er 18 ár. 

2. stigið skiptist í sex hluta sem hægt er að klára á u.þ.b. 8-9 mánuðum. 

Athugið að röð námskeiðanna innan stigsins getur breyst.

2.1 Helgarnámskeið (3.-5. flokkur)

Einstaklingsfærni
Samvinna í minni hópum og leikskilningur
Leikskipulag
Hraðaupphlaup
Yfirtala og undirtala
Markmannsþjálfun
Tól og tæki þjálfarans

2.2 Fjarnám ÍSÍ - Þjálfari 2

Starfsemi líkamans
Skipulag þjálfunar
Sálfræði
Siðfræði íþrótta
Íþróttameiðsli

2.3 Verkefni 

Áætlanagerð
Ársáætlun
Vikuáætlun
Tímaseðill

2.4 Helgarnámskeið (líkamleg þjálfun og uppbygging handboltamannsins)

Bóklegur hluti (próf)
Styrktarþjálfun (4.-5. flokkur)
Styrktarþjálfun (2.-3. flokkur)
Hlaupaþjálfun
Meiðsla fyrirbyggjandi
Næringarfræði
Skyndihjálp og viðbrögð við meiðslum

2.5. Vettvangsnám

Fá heimsókn frá mentor
Fara í heimsókn til mentors

2.6 Helgarnámskeið (2.-3. flokkur)

Samvinna í minni hópum og leikskilningur
Leikskipulag
Hraðaupphlaup
Yfirtala og undirtala
Markmannsþjálfun
Liðsstjórn og andlegir þættir

Námsmat:

Verkefni: Skila þarf öllum verkefnum í bóklega og verkefna hlutanum. - Staðið eða ekki staðið. 
Próf úr bóklegum hluta. - Þarf að ná yfir 50% af svörum rétt. 
Skýrsla: Skila þarf skýrslu úr vettvangsnámi. - Staðið eða ekki staðið. 
Verkleg verkefni á helgarnámskeiðum. - Staðið eða ekki staðið.