1. stig - Barnaþjálfun

Á 1. stigi er barnaþjálfun (6. - 8. flokkur) viðfangsefnið. Grunnatriði íþróttarinnar kynnt og hvernig þau skal þjálfa. Hér er reynt að hafa tengingar við íþróttafræði og markmið HSÍ er að eingöngu íþróttafræðingar sjái um kennsluna á þessu stigi.

1. stigið skiptist í þrjá hluta sem hægt er að klára á u.þ.b. 5-6 mánuðum.

1.1 Helgarnámskeið (7. og 8. flokkur)

Grunnatriði í handknattleik
Leikreglur, dómaramál o.fl.
Skyndihjálp
Einstaklingsfærni
Leikskipulag
Leikir og leiklíkir leikir
Líkamleg þjálfun

1.2 Fjarnám ÍSÍ - Þjálfari 1

Hlutverk þjálfarans
Þroski
Starfsemi líkamans
Heilsufræði
Íþróttameiðsli

1.3 Helgarnámskeið (6. flokkur)

Bóklegur hluti
Leikreglur, dómaramál o.fl.
Einstaklingsfærni
Leikskipulag
Leikir og leiklíkir leikir
Líkamleg þjálfun
Æfingakennsla